Enski boltinn

Kærði nauðgun á hótelherbergi Carlton Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlton Cole.
Carlton Cole.
Carlton Cole, framherji West Ham, verður kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna meintrar kynferðislegrar árásar sem er sögð hafa átt sér stað á hótelherbergi hans.

22 ára stúlka segist hafa orðið fyrir gróflegri nauðgun á meðan Cole og aðrir sváfu rótt inn á herberginu. Ekkert bendir því til þess að Cole hafi nokkuð brotið af sér.

Cole hefur aftur á móti verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir óviðurkvæmileg ummæli á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×