Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar 21. mars 2011 13:54 Bótox í Kópavoginum. „Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13
Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01