Sonur háttsetts yfirmanns í lögreglunni í haldi 27. mars 2011 19:30 Fimm karlmenn eru sagðir vera í haldi lögreglu eftir að kona ruddist inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípólí í gær þar sem hún sagði menn á vegum Gaddafís einræðisherra hafa nauðgað sér. Konan mun vera við góða heilsu og er komin með lögfræðing. Það var í gær sem þessar óhugnanlegu fréttamyndir bárust af konunni sem heitir Iman al-Obeidi þar sem hún æpti hástöfum og hélt því fram að sér hefði verið haldið í tvo daga af mönnunum. Þar hefði hún þurft að þola ofbeldi og nauðgun. Það voru ekki síst viðbrögð starfsfólks hótelsins sem fengu heimsbyggðina til þess að gapa, en á myndböndum af atvikinu sást starfsfólk reyna að grípa fyrir munn hennar og að lokum var svartur poki settur yfir hana og hún flutt á brott. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda voru þau að konan væri veik á geði og í slæmu jafnvægi. Erlendir fréttamenn hafa reynt að fá skýringar á afdrifum konunnar og sagði SkyNews fréttastofan frá því í dag að fimm menn hefðu verið handteknir vegna rannsóknar á málinu. Þar á meðal væri einn þeirra sonur háttsetts yfirmanns í lögreglunni. Utanríkisráðherra landsins staðfesti að mennirnir væru í haldi í tengslum við mál konunnar en hann sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að konan mælti sér mót við einn mannanna. Hún sagði þó í gær að mennirnir hefðu flutt sig á brott þar sem þeir töldu hana vera úr hópi uppreisnarmanna frá Benghazi og sýndi hún áverka á bæði höndum og fótum sem hún sagði vera eftir handjárn. Þá var haft eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að konan sé við góða heilsu og hafi fengið aðgang að lögfræðingi. Hann staðfesti einnig að málið væri litið mjög alvarlegum augum og það yrði rannsakað í þaula. Tengdar fréttir Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan. 26. mars 2011 17:33 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Fimm karlmenn eru sagðir vera í haldi lögreglu eftir að kona ruddist inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípólí í gær þar sem hún sagði menn á vegum Gaddafís einræðisherra hafa nauðgað sér. Konan mun vera við góða heilsu og er komin með lögfræðing. Það var í gær sem þessar óhugnanlegu fréttamyndir bárust af konunni sem heitir Iman al-Obeidi þar sem hún æpti hástöfum og hélt því fram að sér hefði verið haldið í tvo daga af mönnunum. Þar hefði hún þurft að þola ofbeldi og nauðgun. Það voru ekki síst viðbrögð starfsfólks hótelsins sem fengu heimsbyggðina til þess að gapa, en á myndböndum af atvikinu sást starfsfólk reyna að grípa fyrir munn hennar og að lokum var svartur poki settur yfir hana og hún flutt á brott. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda voru þau að konan væri veik á geði og í slæmu jafnvægi. Erlendir fréttamenn hafa reynt að fá skýringar á afdrifum konunnar og sagði SkyNews fréttastofan frá því í dag að fimm menn hefðu verið handteknir vegna rannsóknar á málinu. Þar á meðal væri einn þeirra sonur háttsetts yfirmanns í lögreglunni. Utanríkisráðherra landsins staðfesti að mennirnir væru í haldi í tengslum við mál konunnar en hann sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að konan mælti sér mót við einn mannanna. Hún sagði þó í gær að mennirnir hefðu flutt sig á brott þar sem þeir töldu hana vera úr hópi uppreisnarmanna frá Benghazi og sýndi hún áverka á bæði höndum og fótum sem hún sagði vera eftir handjárn. Þá var haft eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að konan sé við góða heilsu og hafi fengið aðgang að lögfræðingi. Hann staðfesti einnig að málið væri litið mjög alvarlegum augum og það yrði rannsakað í þaula.
Tengdar fréttir Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan. 26. mars 2011 17:33 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Segir hermenn Gadafís ræna konum og nauðga þeim Iman al-Obeidi gekk inn á hótel þar sem erlendir fréttamenn voru að borða morgunmat fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér eftir að þeir handtóku hana við eftirlitshlið í Trípólí. Hún segist hafa dvalið í fangelsi í tvo daga og fimmtán menn hafi nauðgað sér á meðan. 26. mars 2011 17:33