Erlent

Japönsk geislamengun mældist á bandarískum flugvelli

O´Hare flugvöllurinn í Chicago.
O´Hare flugvöllurinn í Chicago.
Starfsmenn flugvallarins O´Hare í Chicago í Bandaríkjunum urðu varir við geislavirkni í gær þegar ferðamenn frá Japan komu til landsins. Geislamengunin var afar lítil og ekki skaðleg.

Þá hefur geislamengun einnig fundist í loftræstikerfi flugvélar þar sem Japanir frá flóðasvæðunum voru á leiðinni til landsins. Einnig merktu þeir geislamengun í farangri japanskra farþega.

Talskona flugmálayfirvalda í Chicago sagði í viðtali við CBS fréttastöðina að tekið hafi verið til varúðarráðstafana vegna málsins. Meðal annars með aukinni skimun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×