Fótbolti

Atli Sveinn framlengir við Val

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Atli Sveinn verður hjá Val til ársins 2012.
Atli Sveinn verður hjá Val til ársins 2012.
Knattspyrnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson hefur framlengt samning sinn við Val um eitt ár. Samningur hans við Val átti að renna út í haust eftir keppnistímabilið í Pepsi-deildinni en hefur nú framlengt til haustsins 2012. Frá þessu er greint á heimasíðu Vals í dag.

Atli Sveinn er 31 árs varnarmaður og hefur leikið með Val undanfarin sjö ár. Hann hefur leikið 131 leik með Val í deild og bikar og skorað átta mörk.

Atli kom frá KA til Vals árið 2004 og á einnig níu landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×