Innlent

Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spádómskýrin Glæta spáði fyrir um leik Norðmanna og Íslendinga.
Spádómskýrin Glæta spáði fyrir um leik Norðmanna og Íslendinga.
Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins.

„Nei, ég hef ekkert orðið var við það,“ segir Sigurjón Sigurðsson, eigandi Glætu, þegar Vísir sló á þráðinn til hans til að spyrja hvort kýrin hefði lýst hug sínum. Hann segist ekki muna hversu marga leiki Glæta spáði rétt fyrir um þegar HM fór fram. „Það man ég nú bara ekki. Það var annar sem náði þessum vísdómi upp úr henni,“ segir Sigurjón. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×