Evrópskar ríkisstjórnir og fyrirtækja keppast nú við að koma starfsfólki sínu út úr Líbýu þar sem hundruðir manna hafa fallið í átökunum undanfarna daga.
Bæði Portúgal og Austurríki hafa sent flugvélar til landsins til að flytja á brott sína ríkisborgara sem og annað fólk frá löndum Evrópusambandsins.
Á sama tíma eru stórfyrirtæki, einkum olíufélög að senda sitt starfsfólk frá landinu. Þannig hefur öllum erlendum starfsmönnum breska olíurisans BP verið skipað að yfirgefa landið.

