Enski boltinn

Mourinho: Ég elska Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Portúgalinn José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki gleymt tíma sínum hjá Chelsea og hann sagði við Sky Sports að hann elskaði félagið.

Breskir blaðamenn eru engum líkir og þeir eru nú byrjaðir að orða Mourinho við Chelsea á nýjan leik þó svo hann eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við Madrid.

Mourinho spilar með bresku blöðunum og sér til þess að þau hafi eitthvað að fjalla um.

"Ég veit ekki hvort ég klára samninginn minn hjá Real. Ég elska Chelsea. Ég var afar hamingjusamur þar og gat vel hugsað mér að vera hjá félaginu allt mitt líf. Skömmu síðar var ég farinn þannig að maður á aldrei að útiloka neitt í boltanum," sagði Mourinho.

"Hjá Inter fann ég ótrúlega fjölskyldu. Eftir tvö ár fannst mér því ævintýri samt vera lokið. Þegar ég skrifa undir samninga stefni ég að því að virða þá og vera hamingjusamur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×