Erlent

Sjóræningjar myrtu gísla sína

Óli Tynes skrifar
Sómalskir sjóræningjar hafa myrt fjóra bandaríska gísla sína um borð í seglskútu sem þeir rændu síðastliðinn föstudag. Bandarískt herskip fylgdi skútunni eftir meðan reynt var að semja um lausn gíslanna sem voru tvær konur og tveir karlmenn.

Eftir að skothríð heyrðist frá skútunni réðust bandarískir sjóliðar um borð. Þeir drápu tvo sjóræningjanna og handtóku þrettán. Talsmaður bandaríska flotans sagði að allir gíslarnir hafi verið látnir þegar sjóliðarnir komu um borð. Sómalskir sjóræningjar hafa nú þrjátíu skip á sínu valdi og yfir 600 gísla. Þeir krefjast milljóna dollara í lausnargjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×