Enski boltinn

Arsenal vill fá Ramsey til baka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ramsey í leik með Cardiff.
Ramsey í leik með Cardiff. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur tilkynnt Cardiff City að hann vilji fá Aaron Ramsey til baka úr láni þegar að lánssamningurinn rennur út um helgina.

Ramsey hefur verið hjá Cardiff í mánuð og hafði Dave Jones, stjóri liðsins, vonast til að halda honum lengur í Wales.

Wenger hefur þó í hyggju að láta Ramsey spila þegar að Arsenal mætir Leyton Orient í ensku bikarkeppninni í næstu viku.

„Ég ætla að nota hann en ég hef fengið jákvæðar skýrslur um hann frá Cardiff,“ sagði Wenger í viðtali á heimasíðu Arsenal. „Lánssamningurinn er til laugardagsins en þá kemur hann til baka.“

Cardiff hefur ekki tapað leik með Ramsey innanborðs en liðið er í þriðja sæti ensku B-deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×