Innlent

Stjórnlagaráð: Þetta var erfið ákvörðun

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Þingmannanefnd um stjórnlagaþing leggur til að skipað verði stjórnlagaráð með þeim tuttugu og fimm fulltrúum sem kjörnir voru á stjórnlagaþing. Nefndin skilaði niðurstöðu sinni til forsætisráðherra í dag.

Sjálfstæðismenn segja meirihluta nefndarinnar fara gegn niðurstöðu Hæstaréttar.

„þetta er niðurstaðan og ég held að þestta sé vænlegasta leiðin til þess að ná fram markmiðunum. Þetta var erfið ákvörðun og á henni gallar en líka kostir. Ég virði niðurstöðu Hæstaréttar en við erum að bregðast við niðurstöðunni pólitískt, þannig ég held að þetta sé eðlilegt," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Við teljum að það sé verið að fara á svig við niðurstöðu hæstaréttar. Eina efnislega breytingin er að stjórnlagaþing verðu stjórnlagaráð," segir Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Ég vænti þess að umboð stjórnlagaráðs verði ekki þynnt. Mér finnst mjög miklvægt að þjóðin fái að segja sitt álit áður en það verður tekið fyrir á Alþingi," segir Gísli Tryggvason, sem var kjörinn á þingið síðasta haust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.