Tæplega 60 prósent landsmanna vilja skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil á næstu árum. Kjósendur Framsóknarflokks vilja einir halda í krónuna en viðsnúningur hefur orðið í afstöðu Sjálfstæðismanna til málsins. Þetta kemur fram í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.
Spurt var: Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi?
40,5 prósent vilja halda í krónuna en 59,5 prósent vilja taka upp nýjan gjaldmiðil.
Fleiri vilja halda í krónuna nú - sé miðað könnun sem Fréttablaðið gerði í apríl 2009. Þá vildu rétt rúmlega 38 prósent halda í krónuna en tæp 62 prósent taka upp nýjan gjaldmiðil. Munurinn á milli þessara kannana er þó varla marktækur.
Kjósendur Framsóknarflokks eru almennt sáttir við krónuna en um 66 prósent þeirra vilja óbreytt ástand í gjalmiðlamálum. Stuðningur við krónuna meðal kjósenda Framsókanrflokks eykst verulega á milli kannnana.
Viðsnúningur hefur orðið í afstöðu sjálfstæðismanna til málsins. Rúmlega 52 prósent vilja nú taka upp nýjan gjaldmiðil og eykst um 10 prósentustig á milli kannana.
Mikill meirihluti kjósenda Hreyfingarinnar og Samfylkingarinnar vill taka upp nýjan gjaldmiðil og rúmlega 52 prósent kjósenda Vinstri grænna. Afstaða kjósenda vinstri grænna tekur litlum breytingum á milli kannana.
Könnunin var gerð 23. og 24. febrúar síðastliðinn. Hringt var í átta hundruð manns en alls tóku 76,6 prósent afstöðu til spurningarinnar eða 613.
Sextíu prósent landsmanna vilja skipta krónunni út
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.