Selma tekur kántríið alla leið 18. febrúar 2011 16:27 Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Á laugardagskvöld treður hún upp með hljómsveit sinni, Miðnæturkúrekunum, í kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjórum árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blundað í mér," segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greinilega búin að mastera söngtækni kántrísöngvarans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Parton í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu forvöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn," segir Selma. Hljómsveit Selmu, Miðnæturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefánssyni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjónvarpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tónleikum einu sinni til þessa. Á morgun troða þau upp í annað sinn með kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlustaði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til staðar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þetta ekki "kúl" lengur þannig að maður lagði kántríáhugann á hilluna í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syngur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling," segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. -jma Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Nýr söngheimur opnaðist Selmu Björnsdóttur söngkonu þegar hún fór að æfa kántrísöngtækni. Á laugardagskvöld treður hún upp með hljómsveit sinni, Miðnæturkúrekunum, í kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. Bæði tekur bandið lög af plötunni Alla leið til Texas sem kom út fyrir jólin og svo þekkta kántríslagara. „Ég ákvað að skipta aðeins um gír fyrir jólin og gera kántríplötu en þegar ég var í mastersnámi hjá Complete Vocal Institute fyrir fjórum árum sagði Catherine Sadolin mér að ég væri með kántrírödd. Ég ákvað að taka því sem hrósi og síðan þá hefur kántríið blundað í mér," segir Selma Björnsdóttir söngkona. Catherin Sadolin er stofnandi Complete Vocal Institute, sem er einn stærsti söngskóli Evrópu. Selma birtist fyrir jólin með kúrekahatt, greinilega búin að mastera söngtækni kántrísöngvarans sem er allt önnur en sú sem notuð er í popp- og söngleikjalögum að sögn Selmu. Í haust tekur Selma kántríið svo alla leið en hún ætlar að skella sér á tónleika með sjálfri Dolly Parton í haust. Með í för verða vinkonur hennar og vinnufélagar. „Við erum nokkrar sem erum nú þegar búnar að kaupa okkur miða. Nanna Kristín og María Heba leikkonur, Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og sjónvarpskona og svo eru nokkrar í viðbót sem eru að melda þetta með sér. Ætli þetta fari ekki að verða síðustu forvöð að sjá söngkonuna á sviði, hún er komin vel á sjötugsaldurinn," segir Selma. Hljómsveit Selmu, Miðnæturkúrekarnir er skipuð vinsælum tónlistarmönnum, Vigni Snæ Vigfússyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Benedikti Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Matthíasi Stefánssyni. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa því haft í nægu að snúast, til að mynda í Söngvakeppni Sjónvarpsins og Miðnæturkúrekarnir hafa því aðeins komið fram á tónleikum einu sinni til þessa. Á morgun troða þau upp í annað sinn með kántríveislu á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef haft áhuga á kántrí frá því að ég var lítil stelpa og hlustaði þá aðallega á Dolly Parton og Tammy Wynette. Pabbi hlustaði svo á Johnny Cash þannig að tónlistin var alltaf til staðar á heimilinu. Svo einhvern veginn þegar unglingsárin skullu á var þetta ekki "kúl" lengur þannig að maður lagði kántríáhugann á hilluna í talsverðan tíma, eða allt þangað til að ég hitti Catherine Sadoline. Ég hef haft mjög gaman af því að þróa með mér þessa tækni. Maður syngur frekar beint og þetta er allt frekar hresst og hvert lag hefur sitt þema, sjarma og fíling," segir Selma sem stefnir jafnframt á að gera kántríjólaplötu fyrir næstu jól. -jma
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira