Klingir í pyngjum poppara 19. febrúar 2011 17:00 Stjórn listamannalauna tilkynnti í gær hvaða listamenn hefðu hlotið listamannalaun fyrir árið 2011. Alls barst 621 umsókn, sem er ögn minna en í fyrra því þá bárust 712. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Ómarsdóttir fá tveggja ára laun úr launasjóði rithöfunda en meðal þeirra sem fá eins árs laun eru Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Kristín Steinsdóttir.Andri Snær Magnason fær laun í níu mánuði úr sjóðnum en fimm ár eru liðin síðan hann gaf út sína síðustu bók, Draumalandið. „Ég er búinn með þessi þrjú hundruð slög og gæti svo sem prentað hana í dag. En ég ætla að taka nokkra hringi á hana og hún verður örugglega bara í jólabókaflóðinu," segir Andri Snær í samtali við Fréttablaðið. Bókin ku vera ævintýri fyrir börn og fullorðna og bræðir rithöfundurinn nú það með sér hvort hún eigi að vera eitt bindi eða tvö. Þjóðþekktir tónlistarmenn fá einnig laun úr launasjóði tónlistarflytjenda en þeim Birni Thoroddsen, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Kjartani Valdemarssyni og Þóru Einarsdóttur hefur öllum verið úthlutað laun til eins árs. Meðal þeirra sem fá laun til hálfs árs eru söngkonurnar Ólöf Arnalds og Ragnheiður Gröndal auk Samúels Jóns Samúelssonar en hann fær einnig sex mánaða laun úr launasjóði tónskálda eins og Daníel Ágúst Haraldsson og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. Þau Daníel og Lovísa eru bæði að vinna að nýjum plötum eins og Fréttablaðið hefur greint frá. freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Stjórn listamannalauna tilkynnti í gær hvaða listamenn hefðu hlotið listamannalaun fyrir árið 2011. Alls barst 621 umsókn, sem er ögn minna en í fyrra því þá bárust 712. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Ómarsdóttir fá tveggja ára laun úr launasjóði rithöfunda en meðal þeirra sem fá eins árs laun eru Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Kristín Steinsdóttir.Andri Snær Magnason fær laun í níu mánuði úr sjóðnum en fimm ár eru liðin síðan hann gaf út sína síðustu bók, Draumalandið. „Ég er búinn með þessi þrjú hundruð slög og gæti svo sem prentað hana í dag. En ég ætla að taka nokkra hringi á hana og hún verður örugglega bara í jólabókaflóðinu," segir Andri Snær í samtali við Fréttablaðið. Bókin ku vera ævintýri fyrir börn og fullorðna og bræðir rithöfundurinn nú það með sér hvort hún eigi að vera eitt bindi eða tvö. Þjóðþekktir tónlistarmenn fá einnig laun úr launasjóði tónlistarflytjenda en þeim Birni Thoroddsen, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Kjartani Valdemarssyni og Þóru Einarsdóttur hefur öllum verið úthlutað laun til eins árs. Meðal þeirra sem fá laun til hálfs árs eru söngkonurnar Ólöf Arnalds og Ragnheiður Gröndal auk Samúels Jóns Samúelssonar en hann fær einnig sex mánaða laun úr launasjóði tónskálda eins og Daníel Ágúst Haraldsson og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. Þau Daníel og Lovísa eru bæði að vinna að nýjum plötum eins og Fréttablaðið hefur greint frá. freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira