Skógareldar ógna byggð í Arizona-ríki 7. júní 2011 00:00 Þessir íbúar Springerville í Arizona voru á leið á fund vegna aðsteðjandi hættu. Þegar myndin var tekin voru eldarnir enn nokkur hundruð kílómetra í burtu.fréttablaðið/ap Skógareldar sem hafa geisað í austanverðu Arizona-ríki í vikutíma færast í aukana þrátt fyrir umfangsmiklar tilraunir slökkviliðs til að hemja eldinn. Á annað þúsund íbúar bæja á svæðinu hafa flúið heimili sín. Eldarnir hafa þegar gleypt um 800 ferkílómetra lands. Skógareldarnir hafa logað í um vikutíma en í gærmorgun versnaði ástandið mikið vegna vaxandi vinds sem hefur gert verkefni slökkviliðs nær óvinnandi. Jan Brewer, ríkisstjóri í Arizona, lýsir ástandinu á svæðinu sem „skelfilegu“ eftir að hafa skoðað hamfarasvæðið úr lofti. Eldarnir eru þegar þeir þriðju verstu sem íbúar á svæðinu hafa glímt við. Í gær voru 2.300 slökkviliðsmenn komnir á svæðið víða að frá Bandaríkjunum til að berjast við eldana, sem hófust 29. maí. Reykurinn frá eldunum sést langt að og greinilega í nágrannafylkjunum Nýju-Mexíkó og Colorado. Fólki á stórum svæðum er ráðlagt að halda sig innan dyra vegna reykjarkófsins. Alvarlegast er ástandið í fjallahéruðum austarlega í Arizona. Fólk byrjaði að yfirgefa heimili sín á stórum svæðum strax á laugardag þegar eldarnir voru aðeins fáeina kílómetra í burtu. Þeim fáu sem eftir eru í nokkrum bæjum á svæðinu hefur verið gert að vera í viðbragðsstöðu og yfirgefa heimili sín með aðeins nokkurra mínútna fyrirvara, gerist þess þörf. Slökkviliðsmenn hafa reynt að kveikja smærri elda til að mynda belti af brunnu landi, en þannig stóðu vonir manna til að hægt væri að halda framrás eldanna í skefjum. Þessar aðgerðir hafa ekki skilað neinum árangri. Kostnaður við slökkvistarfið hleypur nú þegar á milljónum dala en óttast er að kostnaðurinn við eldana muni hækka margfalt, sérstaklega ef fram fer sem horfir og eldarnir ná til mannlausra bæjanna sem eru næst eldhafinu. Hingað til hafa einungis fáeinir fjallakofar orðið eldinum að bráð og hvorki íbúum né slökkviliðsmönnum hefur orðið meint af í baráttunni við eldana. Skógareldar í Arizona árið 2002 brenndu 1.400 ferkílómetra svæði og stór skógareldur í ríkinu árið 2005 olli miklum skemmdum á gróðurlendi nálægt Phoenix, höfuðborg ríkisins. svavar@frettabladid.is Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Skógareldar sem hafa geisað í austanverðu Arizona-ríki í vikutíma færast í aukana þrátt fyrir umfangsmiklar tilraunir slökkviliðs til að hemja eldinn. Á annað þúsund íbúar bæja á svæðinu hafa flúið heimili sín. Eldarnir hafa þegar gleypt um 800 ferkílómetra lands. Skógareldarnir hafa logað í um vikutíma en í gærmorgun versnaði ástandið mikið vegna vaxandi vinds sem hefur gert verkefni slökkviliðs nær óvinnandi. Jan Brewer, ríkisstjóri í Arizona, lýsir ástandinu á svæðinu sem „skelfilegu“ eftir að hafa skoðað hamfarasvæðið úr lofti. Eldarnir eru þegar þeir þriðju verstu sem íbúar á svæðinu hafa glímt við. Í gær voru 2.300 slökkviliðsmenn komnir á svæðið víða að frá Bandaríkjunum til að berjast við eldana, sem hófust 29. maí. Reykurinn frá eldunum sést langt að og greinilega í nágrannafylkjunum Nýju-Mexíkó og Colorado. Fólki á stórum svæðum er ráðlagt að halda sig innan dyra vegna reykjarkófsins. Alvarlegast er ástandið í fjallahéruðum austarlega í Arizona. Fólk byrjaði að yfirgefa heimili sín á stórum svæðum strax á laugardag þegar eldarnir voru aðeins fáeina kílómetra í burtu. Þeim fáu sem eftir eru í nokkrum bæjum á svæðinu hefur verið gert að vera í viðbragðsstöðu og yfirgefa heimili sín með aðeins nokkurra mínútna fyrirvara, gerist þess þörf. Slökkviliðsmenn hafa reynt að kveikja smærri elda til að mynda belti af brunnu landi, en þannig stóðu vonir manna til að hægt væri að halda framrás eldanna í skefjum. Þessar aðgerðir hafa ekki skilað neinum árangri. Kostnaður við slökkvistarfið hleypur nú þegar á milljónum dala en óttast er að kostnaðurinn við eldana muni hækka margfalt, sérstaklega ef fram fer sem horfir og eldarnir ná til mannlausra bæjanna sem eru næst eldhafinu. Hingað til hafa einungis fáeinir fjallakofar orðið eldinum að bráð og hvorki íbúum né slökkviliðsmönnum hefur orðið meint af í baráttunni við eldana. Skógareldar í Arizona árið 2002 brenndu 1.400 ferkílómetra svæði og stór skógareldur í ríkinu árið 2005 olli miklum skemmdum á gróðurlendi nálægt Phoenix, höfuðborg ríkisins. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira