Innlent

Skutu á íbúðarhús án sjáanlegrar ástæðu

Lögreglan. Mynd úr safni.
Lögreglan. Mynd úr safni.
Óprúttinn aðili, eða aðilar, skutu með loftbyssu á rúðu fjölbýlishúss við Smiðjustíg um miðnætti, án sjáanlegrar ástæðu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni tilkynnti húsráðandinn um skotárásina í nótt, en þrennt var statt í íbúðinni þegar skotið var á rúðuna.

Ytra gler rúðunnar brotnaði við aðförina en lögreglan fann nokkurskonar glerkúlur á vettvangi sem byssan hefur verið hlaðin með.

Húsráðandinn, sem er um tvítugt, sagðist ekki vita hverjir voru að verki. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×