Fréttaskýring: Aðildarviðræður tefjast 6. september 2011 07:00 Þar sem íslensk stjórnvöld ætla ekki að laga stjórnsýslu landbúnaðarins að kerfi ESB verður að leggja fram áætlun um hvernig það verði gert, samþykki þjóðin ESB-aðild, áður en viðræður um landbúnaðarmál fara fram.Fréttablaðið/Vilhelm Gera verður áætlun um hvernig laga eigi íslenska landbúnaðarkerfið að kerfi ESB áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál hefjast. ESB segir að taka eigi tillit til sérstakra aðstæðna í landbúnaðarmálum á Íslandi. Hvað kemur fram í skýrslu ESB um landbúnaðarmál og dreifbýlisþróun á Íslandi og hvaða áhrif hefur það á aðildarviðræður Íslands? Íslensk stjórnvöld verða að setja fram áætlun um hvernig landbúnaðarkerfið verður lagað að kerfi Evrópusambandsins áður en hægt verður að ræða frekar um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands við bandalagið. Í bréfi frá pólskum stjórnvöldum, sem fara með formennsku í ráðherraráði ESB, segir að slík áætlun verði jafnframt að hljóta samþykki allra aðildarríkjanna 27 áður en sá hluti aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum getur haldið áfram. Bréfið fylgir rýniskýrslu frá framkvæmdastjórn ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun á Íslandi sem gerð var opinber í gær. Augljóslega getur tekið talsverðan tíma að fá samþykki allra aðildarríkjanna, og ljóst að viðræður um landbúnaðarmál tefjast vegna þessa. Þetta setur íslensk stjórnvöld í nokkurn vanda þar sem formaður samningahóps Íslands um landbúnaðarmál fullyrðir að hópurinn hafi ekki umboð Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að vinna að áætlunargerð. Þessi afstaða hans kemur fram í fundargerð frá fundi samninganefndar Íslands sem fram fór 19. maí síðastliðinn og Fréttablaðið hefur sagt frá. Í yfirlýsingu Jóns, sem send var fjölmiðlum í gær, segir hann að ekki sé sjálfgefið að lögð sé fram áætlun um verkefni sem samningsaðilar hafi ekki rætt um eða komist að samkomulagi um. Þetta er í beinni andstöðu við minnisblað sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn 21. janúar síðastliðinn. Þar segir að fulltrúar samningshóps í landbúnaðarmálum þurfi að hafa umboð til að gera áætlanir og undirbúa lagabreytingar. Í yfirlýsingu sem gefin var munnlega á rýnifundi um landbúnaðarmál 27. janúar segir enn fremur að hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem inna þurfi af hendi sé að byggja upp þekkingu innan stjórnsýslunnar til að bregðast hratt við gerð laga- og stjórnsýslubreytinga svo „allt verði til reiðu frá gildistöku aðildar“. Vinna þarf áætlunina í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, en það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að ráðherra málaflokksins er andvígur aðild Íslands að ESB. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út þá stefnu að íslenska landbúnaðarkerfið verði á engan hátt lagað að kerfi ESB fyrr en ef til þess komi að íslenska þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í bréfi ráðherraráðsins er sérstaklega tekið fram að í áætlun Íslands eigi að taka tillit til sérstakra aðstæðna sem landbúnaðurinn á Íslandi búi við. Í skýrslunni kemur meðal annars fram það mat framkvæmdastjórnar ESB að Ísland hafi enga heildstæða byggðastefnu. Þar segir að vissulega séu til ýmsir vísar að slíkri stefnu, en heildræna forgangsröðun og skipulagningu skorti, sem og leiðir til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Til að Ísland geti fallið undir landbúnaðarstefnu ESB þarf að setja upp heildstæða byggðastefnu í samræmi við reglur sambandsins, segir enn fremur í skýrslunni. Slík stefna mun þegar vera í vinnslu hjá byggðahópi samninganefndar Íslands. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar er vikið að hlutverki Bændasamtaka Íslands í stjórnsýslu tengdri landbúnaði. Þar segir að áður en Ísland geti gerst aðili að ESB þurfi að setja á laggirnar stofnun sem haldi utan um stjórnsýslu tengda landbúnaðinum. Framkvæmdastjórnin telur þó mögulegt að slík stofnun láti öðrum eftir ákveðna hluta stjórnsýslu tengdri landbúnaði. Þó er skýrt að ekki yrði heimilt að láta öðrum eftir að sjá um útdeilingu styrkja frá ESB. brjann@frettabladid.is Tengdar fréttir Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 6. september 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Gera verður áætlun um hvernig laga eigi íslenska landbúnaðarkerfið að kerfi ESB áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál hefjast. ESB segir að taka eigi tillit til sérstakra aðstæðna í landbúnaðarmálum á Íslandi. Hvað kemur fram í skýrslu ESB um landbúnaðarmál og dreifbýlisþróun á Íslandi og hvaða áhrif hefur það á aðildarviðræður Íslands? Íslensk stjórnvöld verða að setja fram áætlun um hvernig landbúnaðarkerfið verður lagað að kerfi Evrópusambandsins áður en hægt verður að ræða frekar um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands við bandalagið. Í bréfi frá pólskum stjórnvöldum, sem fara með formennsku í ráðherraráði ESB, segir að slík áætlun verði jafnframt að hljóta samþykki allra aðildarríkjanna 27 áður en sá hluti aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum getur haldið áfram. Bréfið fylgir rýniskýrslu frá framkvæmdastjórn ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun á Íslandi sem gerð var opinber í gær. Augljóslega getur tekið talsverðan tíma að fá samþykki allra aðildarríkjanna, og ljóst að viðræður um landbúnaðarmál tefjast vegna þessa. Þetta setur íslensk stjórnvöld í nokkurn vanda þar sem formaður samningahóps Íslands um landbúnaðarmál fullyrðir að hópurinn hafi ekki umboð Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að vinna að áætlunargerð. Þessi afstaða hans kemur fram í fundargerð frá fundi samninganefndar Íslands sem fram fór 19. maí síðastliðinn og Fréttablaðið hefur sagt frá. Í yfirlýsingu Jóns, sem send var fjölmiðlum í gær, segir hann að ekki sé sjálfgefið að lögð sé fram áætlun um verkefni sem samningsaðilar hafi ekki rætt um eða komist að samkomulagi um. Þetta er í beinni andstöðu við minnisblað sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn 21. janúar síðastliðinn. Þar segir að fulltrúar samningshóps í landbúnaðarmálum þurfi að hafa umboð til að gera áætlanir og undirbúa lagabreytingar. Í yfirlýsingu sem gefin var munnlega á rýnifundi um landbúnaðarmál 27. janúar segir enn fremur að hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem inna þurfi af hendi sé að byggja upp þekkingu innan stjórnsýslunnar til að bregðast hratt við gerð laga- og stjórnsýslubreytinga svo „allt verði til reiðu frá gildistöku aðildar“. Vinna þarf áætlunina í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, en það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að ráðherra málaflokksins er andvígur aðild Íslands að ESB. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út þá stefnu að íslenska landbúnaðarkerfið verði á engan hátt lagað að kerfi ESB fyrr en ef til þess komi að íslenska þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í bréfi ráðherraráðsins er sérstaklega tekið fram að í áætlun Íslands eigi að taka tillit til sérstakra aðstæðna sem landbúnaðurinn á Íslandi búi við. Í skýrslunni kemur meðal annars fram það mat framkvæmdastjórnar ESB að Ísland hafi enga heildstæða byggðastefnu. Þar segir að vissulega séu til ýmsir vísar að slíkri stefnu, en heildræna forgangsröðun og skipulagningu skorti, sem og leiðir til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Til að Ísland geti fallið undir landbúnaðarstefnu ESB þarf að setja upp heildstæða byggðastefnu í samræmi við reglur sambandsins, segir enn fremur í skýrslunni. Slík stefna mun þegar vera í vinnslu hjá byggðahópi samninganefndar Íslands. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar er vikið að hlutverki Bændasamtaka Íslands í stjórnsýslu tengdri landbúnaði. Þar segir að áður en Ísland geti gerst aðili að ESB þurfi að setja á laggirnar stofnun sem haldi utan um stjórnsýslu tengda landbúnaðinum. Framkvæmdastjórnin telur þó mögulegt að slík stofnun láti öðrum eftir ákveðna hluta stjórnsýslu tengdri landbúnaði. Þó er skýrt að ekki yrði heimilt að láta öðrum eftir að sjá um útdeilingu styrkja frá ESB. brjann@frettabladid.is
Tengdar fréttir Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 6. september 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 6. september 2011 07:00