Innlent

Fundu bíl á hvolfi

Ölvunarakstur. Myndin er úr safni.
Ölvunarakstur. Myndin er úr safni.
Lögreglumenn í Vestmannaeyjum urðu heldur undrandi á sunnudaginn þegar þeir óku fram á bifreið á hvolfi á Höfðavegi við Kinnina.

Svo virtist sem ökumaður bifreiðarinnar hefði misst stjórn á faratækinu og endað á hvolfi utan vegar. Vandamálið var hinsvegar að ökumaðurinn var hvergi sjáanlegur.

Það var þó lítið mál fyrir lögregluna að hafa uppi á eiganda bílsins. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Bifreiðin er að auki ónýt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×