Frjálshyggjumenn fordæma ummæli Bjarna Ben 6. september 2011 10:30 Björn Jón Bragason er formaður Frjálshyggjufélagsins. Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur. „Núverandi vinstristjórn hefur amast mjög við stóriðju og virkjanaframkvæmdum en að sama skapi hvatt til atvinnuuppbyggingar í ferðamannaþjónustu. Á dögunum lýsti kínverski fjárfestirinn Huang Nubo yfir áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og fjárfesta þar fyrir tugi milljarða króna í aðstöðu fyrir ferðamenn, með sérstakri áherslu á vetrarferðir," segir í ályktun stjórnarinnar. Þá segir að lengi hafi skort á stóra fjárfestingu í þessarri atvinnugrein, og að lengi hafi það verið samdóma álit manna að brýnt væri að lengja ferðamannatímann og fá ferðamenn hingað til lands á vetrum. „Vinstriflokkarnir hafa meira að segja lagt áherslu á þessi tvö atriði í stefnuskrám sínum Það er því eins og umrædd fjárfesting sé klæðskerasniðin að áherslum vinstriflokkana í atvinnumálum. En þrátt fyrir þetta er amast við fjárfestinum og sér í lagi á þeirri forsendu að hann sé útlendingur. Hérlendir stjórnmálamenn hafa almennt verið tortryggnir í garð Huang Nubo," segir í ályktuninni. „Andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu er vel kunn, en hins vegar kveður við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi," segir ennfremur. „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sínum er hann kominn í flokk með Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo." Að lokum segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins. Nóg sé að líta til sögunnar. „Eitt mesta framfaraskeið í atvinnumálum hér á landi var í byrjun tuttugustu aldar þegar erlendir aðilar komu á fót banka sem hóf að lána til atvinnuuppbyggingar. Það er háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíalismi eru orðin aðalviðmiðin í íslenskum stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni innlendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina." Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Sjá meira
Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur. „Núverandi vinstristjórn hefur amast mjög við stóriðju og virkjanaframkvæmdum en að sama skapi hvatt til atvinnuuppbyggingar í ferðamannaþjónustu. Á dögunum lýsti kínverski fjárfestirinn Huang Nubo yfir áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og fjárfesta þar fyrir tugi milljarða króna í aðstöðu fyrir ferðamenn, með sérstakri áherslu á vetrarferðir," segir í ályktun stjórnarinnar. Þá segir að lengi hafi skort á stóra fjárfestingu í þessarri atvinnugrein, og að lengi hafi það verið samdóma álit manna að brýnt væri að lengja ferðamannatímann og fá ferðamenn hingað til lands á vetrum. „Vinstriflokkarnir hafa meira að segja lagt áherslu á þessi tvö atriði í stefnuskrám sínum Það er því eins og umrædd fjárfesting sé klæðskerasniðin að áherslum vinstriflokkana í atvinnumálum. En þrátt fyrir þetta er amast við fjárfestinum og sér í lagi á þeirri forsendu að hann sé útlendingur. Hérlendir stjórnmálamenn hafa almennt verið tortryggnir í garð Huang Nubo," segir í ályktuninni. „Andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu er vel kunn, en hins vegar kveður við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi," segir ennfremur. „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sínum er hann kominn í flokk með Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo." Að lokum segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins. Nóg sé að líta til sögunnar. „Eitt mesta framfaraskeið í atvinnumálum hér á landi var í byrjun tuttugustu aldar þegar erlendir aðilar komu á fót banka sem hóf að lána til atvinnuuppbyggingar. Það er háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíalismi eru orðin aðalviðmiðin í íslenskum stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni innlendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina."
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent