Frjálshyggjumenn fordæma ummæli Bjarna Ben 6. september 2011 10:30 Björn Jón Bragason er formaður Frjálshyggjufélagsins. Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur. „Núverandi vinstristjórn hefur amast mjög við stóriðju og virkjanaframkvæmdum en að sama skapi hvatt til atvinnuuppbyggingar í ferðamannaþjónustu. Á dögunum lýsti kínverski fjárfestirinn Huang Nubo yfir áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og fjárfesta þar fyrir tugi milljarða króna í aðstöðu fyrir ferðamenn, með sérstakri áherslu á vetrarferðir," segir í ályktun stjórnarinnar. Þá segir að lengi hafi skort á stóra fjárfestingu í þessarri atvinnugrein, og að lengi hafi það verið samdóma álit manna að brýnt væri að lengja ferðamannatímann og fá ferðamenn hingað til lands á vetrum. „Vinstriflokkarnir hafa meira að segja lagt áherslu á þessi tvö atriði í stefnuskrám sínum Það er því eins og umrædd fjárfesting sé klæðskerasniðin að áherslum vinstriflokkana í atvinnumálum. En þrátt fyrir þetta er amast við fjárfestinum og sér í lagi á þeirri forsendu að hann sé útlendingur. Hérlendir stjórnmálamenn hafa almennt verið tortryggnir í garð Huang Nubo," segir í ályktuninni. „Andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu er vel kunn, en hins vegar kveður við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi," segir ennfremur. „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sínum er hann kominn í flokk með Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo." Að lokum segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins. Nóg sé að líta til sögunnar. „Eitt mesta framfaraskeið í atvinnumálum hér á landi var í byrjun tuttugustu aldar þegar erlendir aðilar komu á fót banka sem hóf að lána til atvinnuuppbyggingar. Það er háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíalismi eru orðin aðalviðmiðin í íslenskum stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni innlendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina." Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur. „Núverandi vinstristjórn hefur amast mjög við stóriðju og virkjanaframkvæmdum en að sama skapi hvatt til atvinnuuppbyggingar í ferðamannaþjónustu. Á dögunum lýsti kínverski fjárfestirinn Huang Nubo yfir áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og fjárfesta þar fyrir tugi milljarða króna í aðstöðu fyrir ferðamenn, með sérstakri áherslu á vetrarferðir," segir í ályktun stjórnarinnar. Þá segir að lengi hafi skort á stóra fjárfestingu í þessarri atvinnugrein, og að lengi hafi það verið samdóma álit manna að brýnt væri að lengja ferðamannatímann og fá ferðamenn hingað til lands á vetrum. „Vinstriflokkarnir hafa meira að segja lagt áherslu á þessi tvö atriði í stefnuskrám sínum Það er því eins og umrædd fjárfesting sé klæðskerasniðin að áherslum vinstriflokkana í atvinnumálum. En þrátt fyrir þetta er amast við fjárfestinum og sér í lagi á þeirri forsendu að hann sé útlendingur. Hérlendir stjórnmálamenn hafa almennt verið tortryggnir í garð Huang Nubo," segir í ályktuninni. „Andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu er vel kunn, en hins vegar kveður við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi," segir ennfremur. „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sínum er hann kominn í flokk með Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo." Að lokum segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins. Nóg sé að líta til sögunnar. „Eitt mesta framfaraskeið í atvinnumálum hér á landi var í byrjun tuttugustu aldar þegar erlendir aðilar komu á fót banka sem hóf að lána til atvinnuuppbyggingar. Það er háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíalismi eru orðin aðalviðmiðin í íslenskum stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni innlendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina."
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35