Frjálshyggjumenn fordæma ummæli Bjarna Ben 6. september 2011 10:30 Björn Jón Bragason er formaður Frjálshyggjufélagsins. Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur. „Núverandi vinstristjórn hefur amast mjög við stóriðju og virkjanaframkvæmdum en að sama skapi hvatt til atvinnuuppbyggingar í ferðamannaþjónustu. Á dögunum lýsti kínverski fjárfestirinn Huang Nubo yfir áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og fjárfesta þar fyrir tugi milljarða króna í aðstöðu fyrir ferðamenn, með sérstakri áherslu á vetrarferðir," segir í ályktun stjórnarinnar. Þá segir að lengi hafi skort á stóra fjárfestingu í þessarri atvinnugrein, og að lengi hafi það verið samdóma álit manna að brýnt væri að lengja ferðamannatímann og fá ferðamenn hingað til lands á vetrum. „Vinstriflokkarnir hafa meira að segja lagt áherslu á þessi tvö atriði í stefnuskrám sínum Það er því eins og umrædd fjárfesting sé klæðskerasniðin að áherslum vinstriflokkana í atvinnumálum. En þrátt fyrir þetta er amast við fjárfestinum og sér í lagi á þeirri forsendu að hann sé útlendingur. Hérlendir stjórnmálamenn hafa almennt verið tortryggnir í garð Huang Nubo," segir í ályktuninni. „Andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu er vel kunn, en hins vegar kveður við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi," segir ennfremur. „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sínum er hann kominn í flokk með Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo." Að lokum segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins. Nóg sé að líta til sögunnar. „Eitt mesta framfaraskeið í atvinnumálum hér á landi var í byrjun tuttugustu aldar þegar erlendir aðilar komu á fót banka sem hóf að lána til atvinnuuppbyggingar. Það er háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíalismi eru orðin aðalviðmiðin í íslenskum stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni innlendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina." Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur. „Núverandi vinstristjórn hefur amast mjög við stóriðju og virkjanaframkvæmdum en að sama skapi hvatt til atvinnuuppbyggingar í ferðamannaþjónustu. Á dögunum lýsti kínverski fjárfestirinn Huang Nubo yfir áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og fjárfesta þar fyrir tugi milljarða króna í aðstöðu fyrir ferðamenn, með sérstakri áherslu á vetrarferðir," segir í ályktun stjórnarinnar. Þá segir að lengi hafi skort á stóra fjárfestingu í þessarri atvinnugrein, og að lengi hafi það verið samdóma álit manna að brýnt væri að lengja ferðamannatímann og fá ferðamenn hingað til lands á vetrum. „Vinstriflokkarnir hafa meira að segja lagt áherslu á þessi tvö atriði í stefnuskrám sínum Það er því eins og umrædd fjárfesting sé klæðskerasniðin að áherslum vinstriflokkana í atvinnumálum. En þrátt fyrir þetta er amast við fjárfestinum og sér í lagi á þeirri forsendu að hann sé útlendingur. Hérlendir stjórnmálamenn hafa almennt verið tortryggnir í garð Huang Nubo," segir í ályktuninni. „Andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu er vel kunn, en hins vegar kveður við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi," segir ennfremur. „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sínum er hann kominn í flokk með Ögmundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo." Að lokum segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins. Nóg sé að líta til sögunnar. „Eitt mesta framfaraskeið í atvinnumálum hér á landi var í byrjun tuttugustu aldar þegar erlendir aðilar komu á fót banka sem hóf að lána til atvinnuuppbyggingar. Það er háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíalismi eru orðin aðalviðmiðin í íslenskum stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni innlendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina."
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4. september 2011 17:35