Umfjöllun: Kolbeinn tryggði Íslandi langþráðan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 6. september 2011 17:58 Mynd/Valli Ísland vann í kvöld langþráðan sigur í undankeppni EM 2012 er liðið mætti Kýpur á Laugardalsvelli. Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslendingum 1-0 sigur með marki strax í upphafi leiksins. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti og átti nokkrar snarpar sóknir í upphafi leiks. Það bar árangur á fjórðu mínútu er Kolbeinn afgreiddi snyrtilega sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í netið af stuttu færi. Það sást strax á upphafsmínútunum að meiri þungi var lagður í sóknarleikinn heldur en í síðasta leik liðsins, gegn Noregi í Osló á föstudagskvöldið en þá skapaði Ísland sér afar fá færi. En eftir þessa góða byrjun og eftir því sem leið á leikinn fjaraði undan mönnum og gestirnir settu meiri og meiri kraft í sóknarleikinn. Oft reyndi mikið á Hannes Þór Halldórsson og íslensku vörnina en þeir áttu þó eftir að standa áhlaup gestanna af sér með glæsibrag. Sérstaklega ber að hrósa Hannesi fyrir vasklega frammistöðu í fyrsta A-landsleik hans en hann bjargaði oft meistaralega og sýndi á köflum glæsileg tilþrif. Kýpverjar sóttu sérstaklega stíft þegar um stundarfjórðungur voru til leiksloka enginn komst nærri því að skora en bakvörðurinn Dimitris Christofi sem færði sig reyndar í fremstu víglínu í seinni hálfleik. Hann komst einn gegn Hannesi á 74. mínútu en KR-ingurinn sýndi snör viðbrögð og varði skot hans í horn. Gestirnir fengu þó fleiri færi og náði Kristján Örn Sigurðsson, sem átti einnig góðan leik í kvöld, að bjarga í tvígang með því að kasta sér fyrir boltann. Sóknarleikur Íslands var heldur kaflaskiptur en heilt yfir gekk hvað verst að klára sóknirnar með almennilegri marktilraun. Strákarnir voru mun duglegri að koma boltanum í teig andstæðinganna en gekk illa að fylgja því svo eftir. Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru tveir allra hæfuleikustu sóknarmenn sem Ísland hefur átt en það kom sorglega lítið úr samstarfi þeirra í kvöld. Kolbeinn skoraði flott mark sem verður ekki tekið af honum en sú mikla vinna sem hann vann á vellinum í kvöld bar annars lítinn árangur. Jóhann Berg Guðmundsson var einna líflegastur í sóknarleiknum og duglegur að sækja inn á miðjusvæðið og skapa usla í kýpversku vörninni. Eggert Gunnþór Jónsson var fastur fyrir á miðjunni og komst ágætlega frá sínu. Lokaleikur Íslands í riðlakeppninni verður gegn Portúgal ytra í næsta mánuði.Ísland - Kýpur 1-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (4.)Dómari: Bosko Jovanetic (6)Skot (á mark): 6-11 (3-6)Varin skot: Hannes 6 - Giorgallides 1Horn: 5-8Aukaspyrnur fengnar: 15-18Rangstöður: 5-6 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Ísland vann í kvöld langþráðan sigur í undankeppni EM 2012 er liðið mætti Kýpur á Laugardalsvelli. Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslendingum 1-0 sigur með marki strax í upphafi leiksins. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti og átti nokkrar snarpar sóknir í upphafi leiks. Það bar árangur á fjórðu mínútu er Kolbeinn afgreiddi snyrtilega sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í netið af stuttu færi. Það sást strax á upphafsmínútunum að meiri þungi var lagður í sóknarleikinn heldur en í síðasta leik liðsins, gegn Noregi í Osló á föstudagskvöldið en þá skapaði Ísland sér afar fá færi. En eftir þessa góða byrjun og eftir því sem leið á leikinn fjaraði undan mönnum og gestirnir settu meiri og meiri kraft í sóknarleikinn. Oft reyndi mikið á Hannes Þór Halldórsson og íslensku vörnina en þeir áttu þó eftir að standa áhlaup gestanna af sér með glæsibrag. Sérstaklega ber að hrósa Hannesi fyrir vasklega frammistöðu í fyrsta A-landsleik hans en hann bjargaði oft meistaralega og sýndi á köflum glæsileg tilþrif. Kýpverjar sóttu sérstaklega stíft þegar um stundarfjórðungur voru til leiksloka enginn komst nærri því að skora en bakvörðurinn Dimitris Christofi sem færði sig reyndar í fremstu víglínu í seinni hálfleik. Hann komst einn gegn Hannesi á 74. mínútu en KR-ingurinn sýndi snör viðbrögð og varði skot hans í horn. Gestirnir fengu þó fleiri færi og náði Kristján Örn Sigurðsson, sem átti einnig góðan leik í kvöld, að bjarga í tvígang með því að kasta sér fyrir boltann. Sóknarleikur Íslands var heldur kaflaskiptur en heilt yfir gekk hvað verst að klára sóknirnar með almennilegri marktilraun. Strákarnir voru mun duglegri að koma boltanum í teig andstæðinganna en gekk illa að fylgja því svo eftir. Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru tveir allra hæfuleikustu sóknarmenn sem Ísland hefur átt en það kom sorglega lítið úr samstarfi þeirra í kvöld. Kolbeinn skoraði flott mark sem verður ekki tekið af honum en sú mikla vinna sem hann vann á vellinum í kvöld bar annars lítinn árangur. Jóhann Berg Guðmundsson var einna líflegastur í sóknarleiknum og duglegur að sækja inn á miðjusvæðið og skapa usla í kýpversku vörninni. Eggert Gunnþór Jónsson var fastur fyrir á miðjunni og komst ágætlega frá sínu. Lokaleikur Íslands í riðlakeppninni verður gegn Portúgal ytra í næsta mánuði.Ísland - Kýpur 1-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (4.)Dómari: Bosko Jovanetic (6)Skot (á mark): 6-11 (3-6)Varin skot: Hannes 6 - Giorgallides 1Horn: 5-8Aukaspyrnur fengnar: 15-18Rangstöður: 5-6
Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira