Erlent

Papandreu reynir að sannfæra Evrópumenn

Georg Papandreu forsætisráðherra Grikklands.
Georg Papandreu forsætisráðherra Grikklands. Mynd/AP
Georg Papandreu forsætisráðherra Grikklands heldur áfram að reyna sannfæra ráðamenn í Evrópu um að þjóð hans geti tekist á við hinn mikla niðurskurð sem nauðsynlegur er talinn til að Grikkir fái frekari lánafyrirgreiðslu.

Í dag hittir hann forseta Evrópuráðsins Hermann van Rompuy og síðar flýgur hann til Parísar til fundar við Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta. Alþjóðlegir eftirlitsmenn eru nú í Aþenu höfuðborg Grikklands að leggja mat á árangur niðurskurðarins og hvort Grikkir eigi að fá næstu lánafyrirgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×