Íslenski boltinn

Daníel og Christiansen gerðu nýja samninga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þeir Guðjón Baldvinsson og Daníel Laxdal voru eitt sinn samherjar í Stjörnunni.
Þeir Guðjón Baldvinsson og Daníel Laxdal voru eitt sinn samherjar í Stjörnunni. Mynd/Anton
Tveir leikmenn í Pepsi-deild karla gerðu í dag nýja samninga við sín félög. Þetta eru þeir Daníel Laxdal, Stjörnunni, og Daninn Rasmus Christiansen hjá ÍBV.

Fram kemur á Eyjafréttir.is að Christiansen hafi skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV en hann hefur verið fastamaður í vörn liðsins síðan hann kom til Vestmannaeyja í fyrra.

Daníel er fyrirliði Stjörnunnar og sömuleiðis lykilmaður í liði félagsins. Hann gerði nýjan samning sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014. Hann hefur alla sína tíð spilað með Stjörnunni en Daníel er 25 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×