Erlent

Thorning fór á fund drottningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helle Thorning Schmidt fór á fund Margrétar drottningar Danmerkur í dag.
Helle Thorning Schmidt fór á fund Margrétar drottningar Danmerkur í dag. Mynd/ AFP.
Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku og verðandi forsætisráðherra, gekk í dag á fund Margrétar Danadrottningar og tilkynnti henni að stjórnarsáttmáli vinstriflokkanna á danska þinginu væri tilbúinn. Þeim væri því ekkert að vanbúnaði að mynda nýja ríkisstjórn.

Hún hitti líka félaga sína í Sósíaldemókrataflokknum og kynnti stjórnarsáttmálann fyrir þeim. Á morgun mun hún síðan tilkynna hverjir verða ráðherrar í nýju ríkisstjórninni. Helle Thorning-Schmidt mun svo halda sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra í danska þinginu á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×