Jennifer Aniston er nú orðuð við leikarann Justin Theroux, sem hún kynntist við tökur á kvikmyndinni Wanderlust. Theroux flutti út frá sambýliskonu sinni í byrjun mánaðar og samkvæmt US Weekly býr hann nú með Aniston.
„Hún féll fyrir honum strax. Hann er fyndinn og ljúfur og það er mjög auðvelt að vera í kringum hann. Þau byrjuðu að daðra í veislu sem Jennifer hélt fyrir tökuliðið en hafa farið mjög varlega í sakirnar,“ var haft eftir vini leikkonunnar.
Theroux var með búningahönnuðinum Heidi Bivens í fjórtán ár.
Aniston loks gengin út
