Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú 15. apríl 2011 07:00 Salmonellusýkingar koma oftast upp í stórum kjúklingabúum, eins og sýndi sig á síðasta ári þegar yfir fimmtíu tilvik greindust. fréttablaðið/hari Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Kjúklingaframleiðendur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einungis eru fjórir kjúklingaframleiðendur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleiðendurnir eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglaræktinni óhagkvæmari en ef einingarnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýkingum í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörnum innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einnig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr framleiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum milljóna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshópsins. „Dreifð framleiðsla um landið hefur einnig áhrif á nærsamfélög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytendur gera kröfur um að framleiðslan tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira