Miniar táknar hluta af mér sem áður var falinn Erla Hlynsdóttir skrifar 15. apríl 2011 09:52 Hans Miniar var upphaflega nefndur í höfuðið á ömmu sinni „Í fyrsta skiptið sem ég kynnti mig sem karlkyns, í fyrsta skipti sem ég leyfði mér að vera ég sjálfur, þá var það undir nafninu Miniar," segir Hans Miniar Jónsson. Mannanafnanefnd hafnaði nafninu Miniar og því fær hann ekki að bera það í opinberum skrám. „Þegar ég síðar kom út úr skápnum í gegn um netiið fór ég að nota það nafn meir og meir, og það varð að stórum hluta af mér sjálfum. Það er þess vegna sem það er nokkuð sárt að því var neitað," segir hann. Vísir greindi frá höfnun mannanafnanefndar í gær. Þá kom fram að Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Það er táknræn saga á bak við nafnið Miniar. „Orðið kemur upprunalega úr forn-tíbetsku og þýðir sá sem er falinn eða gleymdur. Það var táknrænt fyrir að ég var ennþá að stórum hluta í felum með þetta, en einnig fyrir það að ég var að sýna hluta af mér sem ég hafði áður falið," segir Hans Miniar, sem ætlar þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar að nota Miniar-nafnið áfram. Sem barn var hann nefndur Hólmfríður, í höfuðið á föðurömmu sinni. „Það var einhvern veginn rökrétt að fara í akkúrat hina áttina og taka nafn móðurafa míns í staðinn. Þaðan kemur Hans nafnið alla vega," segir Hans Miniar. Hann er búinn að bíða lengi eftir því að fara í aðgerð þar sem brjóstin eru numin brott. Nú er komin dagsetning á stóra daginn, og þann 5. maí fer Hans Miniar í síðustu aðgerðina sína vegna kynleiðréttingarinnar, hið minnsta þar til tæknin gerir það kleift að endurgera kynfæri karla með áhrifaríkari hætti en nú er gert. Tengdar fréttir Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður "Ég er auðvitað ekki ánægður með þetta," segir Hans Miniar Jónsson en mannanafnanefnd hefur hafnað umsókn hans um að nafnið Miniar skuli fært í mannanafnaskrá. Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Eftir að ákvörðun mannanafnanefndar lá fyrir hafði hann val á milli þess að sækja aftur um að Miniar yrði leyfilegt nafn, og þá reyna að fá það í gegn með öðrum rithætti, eða sækja þegar um að fá nafni sínu einfaldlega breytt í Hans Jónsson. "Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður," segir hann djúpri röddu. "Ekki eins og ég lít út núna," segir hann. Ástæða þess að nafninu Miniar var hafnað er sú að ritun þess samræmist ekki í íslenskum rithefðum. Hans Miniar ætlar hins vegar að halda áfram að nota nafnið þó það fáist ekki skráð í Þjóðskrá. "Ég þrjóskast bara við," segir hann. Hans Miniar er 27 ára gamall, búsettur á Akureyri og giftur karlmanni. Hann er lengi búinn að vera í ferli til kynleiðréttingar. "Nú er ég bara að bíða eftir tíma í brottnám brjósta," segir hann. Hans Miniar bendir á að það séu ekki allir transmenn sem fari í aðgerð á kynfærum og er sjálfur ekki viss um hvort hann ætlar að gera það. "Það er hægt að gera mun minna fyrir okkur strákana," segir hann en mun flóknara er að endurgera kynfæri karla en kvenna. Miklar framfarir hafa þó orðið í þessum efnum á síðustu árum og reiknar Hans Miniar fastlega með að straumhvörf verði á næstu tíu til tuttugu árum. "Þá verður örugglega hægt að gera meira," og ætlar hann því að bíða og sjá. 14. apríl 2011 09:35 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Í fyrsta skiptið sem ég kynnti mig sem karlkyns, í fyrsta skipti sem ég leyfði mér að vera ég sjálfur, þá var það undir nafninu Miniar," segir Hans Miniar Jónsson. Mannanafnanefnd hafnaði nafninu Miniar og því fær hann ekki að bera það í opinberum skrám. „Þegar ég síðar kom út úr skápnum í gegn um netiið fór ég að nota það nafn meir og meir, og það varð að stórum hluta af mér sjálfum. Það er þess vegna sem það er nokkuð sárt að því var neitað," segir hann. Vísir greindi frá höfnun mannanafnanefndar í gær. Þá kom fram að Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Það er táknræn saga á bak við nafnið Miniar. „Orðið kemur upprunalega úr forn-tíbetsku og þýðir sá sem er falinn eða gleymdur. Það var táknrænt fyrir að ég var ennþá að stórum hluta í felum með þetta, en einnig fyrir það að ég var að sýna hluta af mér sem ég hafði áður falið," segir Hans Miniar, sem ætlar þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar að nota Miniar-nafnið áfram. Sem barn var hann nefndur Hólmfríður, í höfuðið á föðurömmu sinni. „Það var einhvern veginn rökrétt að fara í akkúrat hina áttina og taka nafn móðurafa míns í staðinn. Þaðan kemur Hans nafnið alla vega," segir Hans Miniar. Hann er búinn að bíða lengi eftir því að fara í aðgerð þar sem brjóstin eru numin brott. Nú er komin dagsetning á stóra daginn, og þann 5. maí fer Hans Miniar í síðustu aðgerðina sína vegna kynleiðréttingarinnar, hið minnsta þar til tæknin gerir það kleift að endurgera kynfæri karla með áhrifaríkari hætti en nú er gert.
Tengdar fréttir Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður "Ég er auðvitað ekki ánægður með þetta," segir Hans Miniar Jónsson en mannanafnanefnd hefur hafnað umsókn hans um að nafnið Miniar skuli fært í mannanafnaskrá. Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Eftir að ákvörðun mannanafnanefndar lá fyrir hafði hann val á milli þess að sækja aftur um að Miniar yrði leyfilegt nafn, og þá reyna að fá það í gegn með öðrum rithætti, eða sækja þegar um að fá nafni sínu einfaldlega breytt í Hans Jónsson. "Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður," segir hann djúpri röddu. "Ekki eins og ég lít út núna," segir hann. Ástæða þess að nafninu Miniar var hafnað er sú að ritun þess samræmist ekki í íslenskum rithefðum. Hans Miniar ætlar hins vegar að halda áfram að nota nafnið þó það fáist ekki skráð í Þjóðskrá. "Ég þrjóskast bara við," segir hann. Hans Miniar er 27 ára gamall, búsettur á Akureyri og giftur karlmanni. Hann er lengi búinn að vera í ferli til kynleiðréttingar. "Nú er ég bara að bíða eftir tíma í brottnám brjósta," segir hann. Hans Miniar bendir á að það séu ekki allir transmenn sem fari í aðgerð á kynfærum og er sjálfur ekki viss um hvort hann ætlar að gera það. "Það er hægt að gera mun minna fyrir okkur strákana," segir hann en mun flóknara er að endurgera kynfæri karla en kvenna. Miklar framfarir hafa þó orðið í þessum efnum á síðustu árum og reiknar Hans Miniar fastlega með að straumhvörf verði á næstu tíu til tuttugu árum. "Þá verður örugglega hægt að gera meira," og ætlar hann því að bíða og sjá. 14. apríl 2011 09:35 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður "Ég er auðvitað ekki ánægður með þetta," segir Hans Miniar Jónsson en mannanafnanefnd hefur hafnað umsókn hans um að nafnið Miniar skuli fært í mannanafnaskrá. Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Eftir að ákvörðun mannanafnanefndar lá fyrir hafði hann val á milli þess að sækja aftur um að Miniar yrði leyfilegt nafn, og þá reyna að fá það í gegn með öðrum rithætti, eða sækja þegar um að fá nafni sínu einfaldlega breytt í Hans Jónsson. "Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður," segir hann djúpri röddu. "Ekki eins og ég lít út núna," segir hann. Ástæða þess að nafninu Miniar var hafnað er sú að ritun þess samræmist ekki í íslenskum rithefðum. Hans Miniar ætlar hins vegar að halda áfram að nota nafnið þó það fáist ekki skráð í Þjóðskrá. "Ég þrjóskast bara við," segir hann. Hans Miniar er 27 ára gamall, búsettur á Akureyri og giftur karlmanni. Hann er lengi búinn að vera í ferli til kynleiðréttingar. "Nú er ég bara að bíða eftir tíma í brottnám brjósta," segir hann. Hans Miniar bendir á að það séu ekki allir transmenn sem fari í aðgerð á kynfærum og er sjálfur ekki viss um hvort hann ætlar að gera það. "Það er hægt að gera mun minna fyrir okkur strákana," segir hann en mun flóknara er að endurgera kynfæri karla en kvenna. Miklar framfarir hafa þó orðið í þessum efnum á síðustu árum og reiknar Hans Miniar fastlega með að straumhvörf verði á næstu tíu til tuttugu árum. "Þá verður örugglega hægt að gera meira," og ætlar hann því að bíða og sjá. 14. apríl 2011 09:35