Kenndi Óttari að upplifa heimalandið upp á nýtt 31. desember 2011 09:30 Sjá landið með nýjum augum Skötuhjúin Óttar M. Norðfjörð rithöfundur og Elo Vázquez ljósmyndari eyddu jólunum á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Óttar er byrjaður að skrifa nýja bók og kvikmyndahandrit en Elo ætlar að halda ljósmyndasýningu á Kex Hostel í næstu viku.Fréttablaðið/vilhelm „Ísland er paradís ljósmyndarans og hvert sem maður lítur er að finna áhugaverð myndefni,“ segir ljósmyndarinn Elo Vázquez, en hún er unnusta rithöfundarins Óttars M. Norðfjörð og heldur sýningu hér á landi í næstu viku. Elo hefur verið að munda myndavélina síðan hún var 12 ára gömul og hefur meðal annars myndað fyrir Elle og tímaritið Apartamento á Spáni. Hún tekur allar myndir á filmu og sérhæfir sig í að mynda réttu augnablikin og finna það sem er skringilegt í umhverfinu. „Ég reyni að fanga augnablikið og tek bara eina mynd af hverju viðfangsefni. Ef maður tekur margar, eins og á stafrænum myndavélum, er maður oft búinn að missa af því sem upphaflega var myndefnið,“ segir Elo og bætir við að eitt af því sem heillar hana við Ísland er hvað það er öðruvísi en heimaland hennar, Spánn. „Til dæmis eru litirnir á húsunum í Reykjavík skemmtilegir en á Spáni eru öll hús bara hvít.“ Óttar segir að Elo hafi kennt sér að sjá landið sitt upp á nýtt. „Það hafa allir gott af að sjá land sitt með augum útlendingsins en maður verður oft samdauna sínu nánasta umhverfi. Til dæmis fékk hún mig til að sjá fegurðina í hvítu plastheyböggunum sem eru á víð og dreif um landið á sumrin. Hún sagði að þeir væru eins og sykurpúðar, sem er alveg rétt hjá henni,“ segir Óttar, en hann og Elo kynntust fyrir sjö árum þegar þau stunduðu bæði nám í Skotlandi. „Þetta er mjög alþjóðlegt samband hjá okkur,“ segir Óttar hlæjandi, en parið flakkar nú milli Íslands og Spánar, þar sem þau hafa bæði búið í Barcelona og Sevilla. „Við förum til Sevilla í janúar, en þar er heitt og gott núna. Annað en hér. En þó að við bölvum sköflunum núna er þetta frábært veður fyrir útlendinga að upplifa,“ segir Óttar, sem slær ekki slöku við þó að jólabókavertíðin sé yfirstaðin, því hann er þegar byrjaður á nýrri bók. „Það má segja að ég sé hálfgerður vinnualki. Ég er byrjaður á nýrri bók og langt kominn með kvikmyndahandrit ásamt Birni Brynjólfi Björnssyni og ónefndum leikstjóra úti í bæ. Það er því nóg af verkefnum fram undan.“ Ljósmyndasýning Elo, sem nefnist Elsewhere, stendur frá 6.-13. janúar á Kex Hostel. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ísland er paradís ljósmyndarans og hvert sem maður lítur er að finna áhugaverð myndefni,“ segir ljósmyndarinn Elo Vázquez, en hún er unnusta rithöfundarins Óttars M. Norðfjörð og heldur sýningu hér á landi í næstu viku. Elo hefur verið að munda myndavélina síðan hún var 12 ára gömul og hefur meðal annars myndað fyrir Elle og tímaritið Apartamento á Spáni. Hún tekur allar myndir á filmu og sérhæfir sig í að mynda réttu augnablikin og finna það sem er skringilegt í umhverfinu. „Ég reyni að fanga augnablikið og tek bara eina mynd af hverju viðfangsefni. Ef maður tekur margar, eins og á stafrænum myndavélum, er maður oft búinn að missa af því sem upphaflega var myndefnið,“ segir Elo og bætir við að eitt af því sem heillar hana við Ísland er hvað það er öðruvísi en heimaland hennar, Spánn. „Til dæmis eru litirnir á húsunum í Reykjavík skemmtilegir en á Spáni eru öll hús bara hvít.“ Óttar segir að Elo hafi kennt sér að sjá landið sitt upp á nýtt. „Það hafa allir gott af að sjá land sitt með augum útlendingsins en maður verður oft samdauna sínu nánasta umhverfi. Til dæmis fékk hún mig til að sjá fegurðina í hvítu plastheyböggunum sem eru á víð og dreif um landið á sumrin. Hún sagði að þeir væru eins og sykurpúðar, sem er alveg rétt hjá henni,“ segir Óttar, en hann og Elo kynntust fyrir sjö árum þegar þau stunduðu bæði nám í Skotlandi. „Þetta er mjög alþjóðlegt samband hjá okkur,“ segir Óttar hlæjandi, en parið flakkar nú milli Íslands og Spánar, þar sem þau hafa bæði búið í Barcelona og Sevilla. „Við förum til Sevilla í janúar, en þar er heitt og gott núna. Annað en hér. En þó að við bölvum sköflunum núna er þetta frábært veður fyrir útlendinga að upplifa,“ segir Óttar, sem slær ekki slöku við þó að jólabókavertíðin sé yfirstaðin, því hann er þegar byrjaður á nýrri bók. „Það má segja að ég sé hálfgerður vinnualki. Ég er byrjaður á nýrri bók og langt kominn með kvikmyndahandrit ásamt Birni Brynjólfi Björnssyni og ónefndum leikstjóra úti í bæ. Það er því nóg af verkefnum fram undan.“ Ljósmyndasýning Elo, sem nefnist Elsewhere, stendur frá 6.-13. janúar á Kex Hostel. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira