Van Persie skaut Arsenal í fjórða sætið | Chelsea tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1. Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu. Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum. Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag. Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni. Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa. Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið. En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa. Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi. Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn. Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins. Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat. Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu. Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta. Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora. Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartímaÚrslit og markaskorarar: ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0 1-0 Robin van Persie (59.). BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1 1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.). CHELSEA - ASTON VILLA 1-3 1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.). NORWICH CITY - FULHAM 1-1 0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.). SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1 0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.) STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.). Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1. Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu. Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum. Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag. Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni. Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa. Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið. En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa. Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi. Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn. Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins. Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat. Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu. Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta. Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora. Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartímaÚrslit og markaskorarar: ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0 1-0 Robin van Persie (59.). BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1 1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.). CHELSEA - ASTON VILLA 1-3 1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.). NORWICH CITY - FULHAM 1-1 0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.). SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1 0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.) STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.).
Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira