Van Persie skaut Arsenal í fjórða sætið | Chelsea tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1. Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu. Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum. Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag. Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni. Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa. Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið. En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa. Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi. Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn. Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins. Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat. Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu. Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta. Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora. Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartímaÚrslit og markaskorarar: ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0 1-0 Robin van Persie (59.). BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1 1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.). CHELSEA - ASTON VILLA 1-3 1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.). NORWICH CITY - FULHAM 1-1 0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.). SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1 0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.) STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.). Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1. Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu. Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum. Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag. Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni. Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa. Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið. En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa. Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi. Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn. Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins. Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat. Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu. Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta. Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora. Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartímaÚrslit og markaskorarar: ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0 1-0 Robin van Persie (59.). BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1 1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.). CHELSEA - ASTON VILLA 1-3 1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.). NORWICH CITY - FULHAM 1-1 0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.). SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1 0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.) STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.).
Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira