Innlent

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins flýtt verulega

Bjarni Benediktsson eftir fund miðstjórnar.
Bjarni Benediktsson eftir fund miðstjórnar.

Fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins er lokið en þar var tillaga formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, samþykkt einróma, en hún kveður á um að flýta landsfundinum.

Hann átti að halda í september 2011 en nú er einsýnt að hann verður haldinn öðru hvor megin við sumarfrí samkvæmt Jónmundi Guðmarssyni, framkvæmdarstjóra flokksins.

Þá var einnig samþykkt á fundinum að skipa sérstakan viðbragðshóp sem færi yfir rannsóknarskýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Sá hópur mun þá fara yfir og meta og vega skýrsluna og í kjölfarið leggja fram tillögur um viðbrögð flokksins við henni. Stefnt er að því að tillögurnar líti dagsins ljós á landsfundinum.

Ekki er búið að ákveða dagsetningu landsfundarins en miðstjórn mun aftur funda á morgun og verður þá reynt að taka ákvörðun um það.

Þá er ekkert ákveðið með varaformann en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku um helgina auk þess sem hún víkur tímabundið af þingi.

Því verður enginn starfandi varaformaður hjá flokknum fyrr en hann verður kosinn á landsfundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×