Ekkert fararsnið á Atla Magnús Már Guðmundsson skrifar 16. desember 2010 22:32 Atli Gíslason, þingmaður VG. Mynd/GVA „Ég þykist vita að flokkurinn standi nógu lýðræðislega sterkum fótum til að þola þessa umræðu," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir ekkert fararsnið á sér. „Ég er rótgróinn í flokknum eins og eikartré. Ég er að vona að flokkurinn fari ekki of langt frá mér og stefnumiðum sínum." Atli var einn þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um alvarlegan atburð væri að ræða. Í samtali við RÚV sagði hann auk þess að þremenningunum væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma,“ sagði Steingrímur. Þremenningarnir eru boðberar nýrrar stjórnmálamenningar, að mati Atla. „Íslensk stjórnmálamenning fékk falleinkunn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sérstaklega í 8. bindi siðanefndarinnar. Við erum að reyna að tileinka okkur boðskap þessarar siðanefndar og breyta íslenskri stjórnmálamenningu. Koma upp úr skotgröfum og foringjaræði og öðru slíku og vinna lýðræðislega saman." Auk þess segir Atli: „Tímarnir eru að breytast rétt eins og Bob Dylan sagði í sínu ágæta lagi Times they are changing." Atli segist hafa verið í sambandi við Lilju og Ásmund Daða í kvöld auk fjölmargra flokksmanna. „Ég hef fengið skeyti í kvöld. Flest eru hrósskeyti en sum eru fyrir neðan mitti. Það er bara þannig en ég að reyna að ástunda málefnalega pólitík." Atli viðurkennir að það sé ekki auðvelt að eiga í átökum og deilum við eigin flokksfélaga. Um Steingrím segir hann: „Við höfum báðir þroska til að ræða þessa hluti." Tengdar fréttir Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36 „Hverjum er sætt í þingflokknum?“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ 16. desember 2010 20:59 Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. 16. desember 2010 18:50 Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég þykist vita að flokkurinn standi nógu lýðræðislega sterkum fótum til að þola þessa umræðu," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir ekkert fararsnið á sér. „Ég er rótgróinn í flokknum eins og eikartré. Ég er að vona að flokkurinn fari ekki of langt frá mér og stefnumiðum sínum." Atli var einn þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um alvarlegan atburð væri að ræða. Í samtali við RÚV sagði hann auk þess að þremenningunum væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma,“ sagði Steingrímur. Þremenningarnir eru boðberar nýrrar stjórnmálamenningar, að mati Atla. „Íslensk stjórnmálamenning fékk falleinkunn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sérstaklega í 8. bindi siðanefndarinnar. Við erum að reyna að tileinka okkur boðskap þessarar siðanefndar og breyta íslenskri stjórnmálamenningu. Koma upp úr skotgröfum og foringjaræði og öðru slíku og vinna lýðræðislega saman." Auk þess segir Atli: „Tímarnir eru að breytast rétt eins og Bob Dylan sagði í sínu ágæta lagi Times they are changing." Atli segist hafa verið í sambandi við Lilju og Ásmund Daða í kvöld auk fjölmargra flokksmanna. „Ég hef fengið skeyti í kvöld. Flest eru hrósskeyti en sum eru fyrir neðan mitti. Það er bara þannig en ég að reyna að ástunda málefnalega pólitík." Atli viðurkennir að það sé ekki auðvelt að eiga í átökum og deilum við eigin flokksfélaga. Um Steingrím segir hann: „Við höfum báðir þroska til að ræða þessa hluti."
Tengdar fréttir Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36 „Hverjum er sætt í þingflokknum?“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ 16. desember 2010 20:59 Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. 16. desember 2010 18:50 Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36
„Hverjum er sætt í þingflokknum?“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ 16. desember 2010 20:59
Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. 16. desember 2010 18:50
Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17
Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48
Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33