Innlent

Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Mósesdóttir segir að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda hennar, Ásmundar Einars og Atla. Mynd/ Valgarður.
Lilja Mósesdóttir segir að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda hennar, Ásmundar Einars og Atla. Mynd/ Valgarður.
Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason.

„Það eru mikil vonbrigði að varnaðarorð um að fjárlögin munu dýpka kreppuna hafi ekki verið tekin alvarlega," sagði Lilja Mósesdóttir í umræðum um atkvæðagreiðsluna. Haldið væri dauðahaldi í efnahagsáætlun sem unnin var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn jafnvel þótt forsendur hennar væru brostnar.

Lilja sagði að þau þremenningarnir hefðu lagt fram tillögu innan þingflokks VG um breytta forgangsröðun sem hefði ekki hlotið hljómgrunn. Ásmundur Einar Daðason tók undir orð Lilju Mósesdóttur í máli sínu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×