Enski boltinn

Huntelaar til Englands í sumar?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Klaas-Jan Huntelaar.
Klaas-Jan Huntelaar.

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, útilokar ekki að sóknarmaðurinn Klaas-Jan Huntelaar muni fara yfir til Englands. Þessi hollenski leikmaður hefur ekki fundið sig á Ítalíu.

Áður en hann hélt til Mílanó var hann í herbúðum Real Madrid þar sem það sama var uppi á teningnum og hann náði ekki að festa sig í sessi.

Huntelaar hefur ekki náð að standa undir væntingum síðan hann yfirgaf Ajax þar sem hann raðaði inn mörkum. Hann hefur oft verið orðaður við Manchester United og Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×