Innlent

Ræða samstarf við Rússland

Orkumálaráðherra Rússlands, Sergei Shmatko, fundaði í gær með forseta Íslands.fréttablaðið/
Orkumálaráðherra Rússlands, Sergei Shmatko, fundaði í gær með forseta Íslands.fréttablaðið/

Sergei Shmatko, orkumálaráðherra Rússlands, kom í opinbera heimsókn til landsins í gær. Shmatko mun eiga fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra auk fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja í dag þar sem samstarf milli þjóðanna á sviði orkumála verður rætt.

Með Shmatko í för eru Evgeni Dod, forstjóri orkufyrirtækisins RusHydro, og Alexei Kusmitskí, héraðsstjóri Kamatsjaka, en þar hafa verið gerðar athuganir á nýtingu jarðhita til húshitunar, fiskeldis og raforkuframleiðslu með þátttöku íslenskra aðila. - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×