Innlent

Póststimpill gildir ekki á framboðsgögnum

Erla Hlynsdóttir skrifar
Framboðsgögnum ber að skila fyrir klukkan tólf í viðbyggingu við Alþingishúsið, Skála
Framboðsgögnum ber að skila fyrir klukkan tólf í viðbyggingu við Alþingishúsið, Skála

Frambjóðendur til stjórnlagaþings þurfa að skila inn framboðsgögnum fyrir klukkan tólf á hádegi í dag.

Póststimpill á gögnum gildir ekki og því þurfa þeir frambjóðendur sem ekki náðu að senda framboðsgögn sín í pósti fyrir helgi að koma þeim til skila fyrir klukkan tólf í viðbygginguna Skála við Alþingishúsið.

Enginn frestur verður gefinn á skilum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×