Innlent

Kona slapp lítið meidd úr bílslysi í Kömbunum

Kona slapp lítið meidd þegar hún missti stjórn á bíl sínum í Kömbum um sjöleitið í morgun og bíllinn valt út fyrir veg.

Hún var föst í bílnum þegar lögreglu og björgunarmenn bar að, en þeir veltu bílnum við og náðu henni út. Hún var svo flutt á Slysadeild Landsspítalans.

Víða gránaði í fjöll á Vestfjörðum og á Norðurlandi í nótt og í gærkvöldi varaði Vegagerðin ökumenn að hálka kynni að verða á fjallvegum á þessum slóðum.

Fréttastofunni er þó ekki kunnugt um nein vandræði þar vegna hálku í nótt, en spáð er kólandi veðri og að hálka verði víða á Norðausturlandi með morgninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×