Innlent

Um 70 björgunarsveitamenn leituðu stúlku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bíll á vegum björgunarsveitar í Hafnarfirði. Mynd/ Vilhelm.
Bíll á vegum björgunarsveitar í Hafnarfirði. Mynd/ Vilhelm.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan hálftíu í kvöld til leitar að ungri stúlku sem saknað var í Reykjavík. Rúmlega 70 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni, meðal annars með fimm leitarhundum. Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fannst stúlkan rúmum klukkutíma eftir að leit hófst og var hún heil á húfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×