Innlent

Fangar vinni við að rækta skóg

Fangelsi er nú starfrækt í Bitru í Flóahreppi skammt austan við Selfoss.
Fangelsi er nú starfrækt í Bitru í Flóahreppi skammt austan við Selfoss. Fréttablaðið/GVA
Unnið er að því að útvega tveimur til þremur föngum úr fangelsinu á Bitru vinnu við skógrækt á jörðinni.

Vegna skorts á fangelsisplássum tók ríkið nýlega á leigu stórt íbúðarhús í Bitru í Hraungerðishreppi í Flóa og fimm hektara af jörðinni undir fangelsi. Þar eru vistaðir fangar sem áður voru á Litla-Hrauni og er talið treystandi til þess að afplána sína dóma í umhverfi þar sem öryggisgæsla er ekki jafnströng og á Litla-Hrauni.

Á öðrum hluta jarðarinnar, sem er í eigu sérstaks félags og tengist ekki fangelsisrekstrinum, hefur verið stunduð skógrækt undanfarin ár. Að sögn Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns, er þar afgirt spilda þar sem búið er að gróðursetja skógarplöntur. Nú er unnið að því að semja um að tveir til þrír fangar frá Bitru geti fengið störf við skógræktina.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×