Fótbolti

Capello búinn að velja 23 manna HM-hópinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello, þjálfari Englendinga.
Fabio Capello, þjálfari Englendinga. Mynd/AFP
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er búinn að velja 23 manna HM-hóp Englendinga sem flýgur til Suður-Afríku á morgun. Það kom mest á óvart í vali Capello að Theo Walcott komst ekki í lokahópinn ekki frekar en 24 marka maðurinn úr ensku úrvalsdeildinni í vetur, Darren Bent.

Leikmennirnir sjö sem fengu símtal frá Fabio Capello í morgun eru þeir: Leighton Baines, Michael Dawson, Tom Huddlestone, Scott Parker, Adam Johnson, Theo Walcott og Darren Bent.

Það kom jafnframt á óvart að Stephen Warnock og Shaun Wright-Phillips eru í hópnum alveg eins og Gareth Barry sem fékk jákvæðar niðurstöður úr læknisskoðun í morgun. Joe Cole er líka í HM-hópnum hjá Capello og að sjálfsögðu Emile Heskey þrátt fyrir að hafa bara skorað 3 mörk í 31 leik á síðasta tímabili.

HM-hópur Englendinga 2010:

Markverðir: Joe Hart, David James, Robert Green.

Varnarmenn: Jamie Carragher, Ashley Cole, Rio Ferdinand, Glen Johnson, Ledley King, John Terry, Matthew Upson, Stephen Warnock

Miðjumenn: Gareth Barry, Michael Carrick, Joe Cole, Steven Gerrard, Frank Lampard, Aaron Lennon, James Milner, Shaun Wright-Phillips.

Sóknarmenn: Peter Crouch, Jermain Defoe, Emile Heskey, Wayne Rooney






Fleiri fréttir

Sjá meira


×