Innlent

Jón Böðvarsson látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Böðvarsson lést í gær á Landspítalanum. Mynd. E. Ól.
Jón Böðvarsson lést í gær á Landspítalanum. Mynd. E. Ól.
Jón Böðvarsson, fyrrverandi skólameistari og ritstjóri Iðnsögu Íslendinga, lést í gær á Landspítalanum. Hann var fæddur 2. maí 1930 og hefði því orðið áttatíu ára gamall í byrjun næsta mánaðar.

Jón Böðvarsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951. Hann lauk cand.mag prófi frá Háskóla Íslands árið 1964 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1973.

Jón Böðvarsson var kennari lengstan sinn starfsaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×