Enski boltinn

James: Hefðum þurft að fá Grant fyrr

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James.
David James. Nordic Photos / Getty Images
David James telur að Avram Grant hefði náð að bjarga Portsmouth frá falli í ensku úrvalsdeildinni ef hann hefði verið með liðið allt tímabilið. Grant tók við liðinu í lok nóvember af Paul Hart sem náði aðeins sjö stigum í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins hjá Portsmoth. „Avram er án nokkurs vafa besti stjórinn sem hefur verið hjá Portsmouth síðan að Harry Redknapp var hjá félaginu,“ sagði James. „En ég vil þar með ekki gagnrýna neinn þar sem aðstæður hafa verið mjög erfiðar hjá félaginu.“ „En ég tel að ef Avram hefði tekið við strax síðasta sumar hefði tímabilið orðið allt, allt öðruvísi. Hefði til dæmis einhver annar en hann getað stýrt liðinu í úrslit ensku bikarkeppninnar? Það kemur mér ekki á óvart að önnur félög eru sagð hafa áhuga á að fá hann til sín - hann er mjög góður knattspyrnustjóri.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×