Enski boltinn

Gylfi: Slekk á símanum og nýt sumarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í leik með Reading.
Gylfi Sigurðsson í leik með Reading. Mynd/Heimasíða Reading
Gylfi Sigurðsson segist vera ánægður hjá Reading og að hann geti vel ímyndað sér að leika áfram með félaginu næstu tvö árin. Gylfi hefur slegið í gegn með Reading í ensku B-deildinni í vetur og var markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 20 mörk. Hann var einnig valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum liðsins. Hann hefur verið orðaður við fjölda félaga í ensku úrvalsdeildinni sem og ensku B-deildinni. Gylfi er samningsbundinn Reading í tvö ár til viðbótar og liggur ekki á að finna sér nýtt félag nú. „Ég er ánægður hér og að spila í hverri viku. Ég held að það væri góð hugmynd fyrir mig að vera hér í tvö ár til viðbótar. Ég mun nú slökkva á símanum og njóta sumarsins,“ sagði Gylfi. „Ef við byrjum næsta tímabil vel tel ég að við eigum góðan möguleika á því að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ég held að næsta tímabil verði gott.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×