Enski boltinn

Joe Cole: Mín bestu ár eru eftir

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Joe Cole verður samningslaus í sumar.
Joe Cole verður samningslaus í sumar.

Joe Cole, leikmaður Chelsea, hefur sagt að framtíð hans hjá liðinu sé enn óráðin en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Cole segir í viðtali við Sunday Mirror að næstu fjögur ár verði hans bestu á ferlinum.

„Ég bíð spenntur að sjá hvað gerist í samningsviðræðunum en ég verð bara að halda áfram að spila vel. Mín bestu ár munu vera næstu fjögur ár, ég hugsa vel um mig og held mér í góðu standi," sagði Cole.

Þrátt fyrir óvissuna um framtíð leikmannsins þá segist Cole vera mjög einbeittur að verkefnum Chelsea en þeir eru komnir í úrslitaleik FA Cup og berjast einnig um titilinn á Englandi við Manchester United.

„Á meðan á meiðslunum stóð þá upplifði ég erfiða tíma en nú er ég kominn aftur og mun einbeita mér að því að spila vel fyrir Chelsea. Það er orðið of langt síðan við unnum titil og við eigum séns á tveimur bikurum núna sem yrði fullkomið að landa," sagði Joe Cole að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×