Innlent

Býður sig fram gegn forseta ASÍ

Kosið verður um hvort Gylfi heldur áfram sem forseti ASÍ
Kosið verður um hvort Gylfi heldur áfram sem forseti ASÍ
Guðrún J. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í VR, býður sig fram gegn sitjandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni. Ársfundur ASÍ stendur nú yfir.

Í framboðsræðu sinni kynnti Guðrún sig sem viðskiptafræðing og einstæða þriggja barna móður. Hennar helsta markmið er að endurvekja traust á verkalýðsforystunni.

Gylfi sagðist fagna framboði hennar og þessu tækifæri til að leggja störf sín í dóm félagsmanna.

Yfirskrift fundarins er „Stopp, hingað og ekki lengra," og er megináherslan lögð á efnahags-

og kjaramál, velferðar- og vinnumarkaðsmál og atvinnu- og umhverfismál. Unnið verður í þremur ólíkum málstofum á fundinum

sem fer fram í þjóðfundarformi.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir mun stíga til hliðar sem varaforseti ASÍ vegna veikinda. Þó gefur hún enn kost á sér til setu í miðstjórn.

Boðað hefur verið til svokallaðra tunnumótmæla fyrir utan Hilton-hótel klukkan tvö, þar sem fundurinn er haldinn. Um sex hundruð manns hafa á Facebook staðfest þátttöku sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×