Enski boltinn

Wayne Rooney: Mikill heiður fyrir mig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rooney hefur átt frábært tímabil.
Rooney hefur átt frábært tímabil. Getty Images
Það kom fáum á óvart að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar kusu Wayne Rooney sem besta leikmann deildarinnar. Um þetta var tilkynnt í gær en valið er árlegt.

Rooney hefur verið driffjöðurinn í Manchester United og 34 mörk hans á tímabilinu segja sitt. Mikilvægi hans fyrir United er gríðarlegt en hann verður að öllum líkindum frá keppni út tímabilið vegna meiðsla sinna.

„Þetta er frábær tilfinning þar sem það eru leikmennirnir sjálfir sem velja þetta. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur," sagði Rooney.

Hann hafði betur í keppninni við þá Didier Drogba, Carlos Tevez og Cesc Fabregas.

James Milner var valinn besti ungi leikmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×