Enski boltinn

Ferguson vill að David Moyes taki við af sér hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes og Sir Alex Ferguson.
David Moyes og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill að landi sinn David Moyes taki við liðinu þegar hann hættir en það eru sögusagnir um að það verði eftir næsta tímabil.

Ferguson er ekki eins spenntur fyrir því að Jose Mourinho setjist í stjórastólinn á Old Trafford. Enska blaðið The Sun skrifar um málið í dag.

David Moyes hefur gert frábæra hluti með Everton undanfarin ár þrátt fyrir að hafa ekki mikinn pening á milli handanna. Moyes er nú 46 ára gamall eða á svipuðum aldri og þegar Ferguson tók við United-liðinu í nóvember 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×