Enski boltinn

Bayern vill fá Park

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þýska félagið FC Bayern er á höttunum eftir kóreska vængmanninum Ji-Sung Park sem leikur með Manchester United.

Hermt er að Bayern sé til í að greiða 7 milljónir punda fyrir Kóreubúann sem hefur staðið sig vel í herbúðum enska liðsins.

Park kom til United frá PSV Eindhoven árið 2006 fyrir 4 milljónir punda og hefur oftar en ekki verið frábær í stóru leikjunum með United.

Sjálfur vill hann vera áfram í herbúðum United en ekki er talið ólíklegt að United selji þar sem Ferguson ætlar sér að breyta talsvert miklu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×