Enski boltinn

Wenger verður hjá Arsenal til 2013

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger hefur gert munnlegt samkomulag við stjórn Arsenal um framlengingu á samningi hans við félagið til ársins 2013. Gamli samningurinn átti að renna út sumarið 2011.

Það skiptir félagið gríðarlegu máli að ganga frá framtíðarmálum sínum við stjórann því nú vita leikmennirnir nákvæmlega hvað bíður þeirra. Þeir eiga það ekki á hættu að spila undir stjórn annars stjóra en Wenger á næstu árum.

Árið 2013 verða liðinn 17 ár síðan Wenger tók við Arsenal. Hann verður 61 árs í október og því líklegt að hann einfaldlega klári sinn þjálfaraferil hjá Lundúnaliðinu.

Næst á dagskrá er að skrifa upp samninginn og skrifa undir hann. Wenger mun eitthvað hækka í launum en hann er með um 5 milljónir punda í árslaun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×