Fótbolti

Suður-Afríka hefur ekki tapað leik síðan liðið lá í Laugardalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Suður-Afríkumenn fagna marki á mít Kólumbíu.
Suður-Afríkumenn fagna marki á mít Kólumbíu. Mynd/AFP
Suður-Afríkumenn hafa verið að ná góðum úrslitum í síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir HM þar sem þeir verða gestgjafar og mæta Mexíkó í opnunarleik keppninnar.

Suður-Afríkuliðið vann 2-1 sigur á Kólumbíu í æfingaleik á Soccer City leikvanginum í Jóhannesarborg í gær en þetta var tíundi leikur liðsins í röð án þess að tapa og sá níundi sem liðið spilar eftir að Carlos Alberto Parreira tók við þjálfun liðsins.

Suður-Afríkumenn hafa nefnilega ekki tapað leik síðan að þeir heimsóttu Íslendinga á Laugardalsvöllinn 13. október síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið spilað tíu leiki, unnið fjóra þeirra og gert sex jafntefli.

Suður-Afríkumenn eiga eftir að spila tvo leiki fram að HM, fyrst á móti Gvatemala á mánudaginn og svo á móti Danmörku 5. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×